Umhverfi
Hverfið sameinar barnvænt umhverfi þar sem skólar og leikskólar eru í næsta nágrenni. Undirgöng eru undir umferðaæðar.
Byggingin er á jaðri hverfisins og náttúran brosir við sunnan megin við húsið.
Skólar til staðar
Á svæðinu er risinn skóli ásamt leikskóla og tónlistarskóla, þjónustu og snyrtilegri atvinnustarfsemi auk opinna svæða, garða, leiksvæða.
Á svæðinu rís blönduð byggð þar sem gott jafnvægi ríkir milli heimilis og vinnu í vistvænu hverfi sem býr yfir góðum tengslum við náttúrufar svæðisins. Horft er til hverfisins í heild þar sem reynt verður að tryggja fjölbreytt, sveigjanlegt, öruggt og örvandi umhverfi sem hvetur til skapandi athafna fólks á öllum aldri.
Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna. Opnað var fyrir umferð Ásvallabraut sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg.


Náttúruparadís
Nærri eru helstu náttúruperlur Hafnarfjarðar. Í göngufæri er Hvaleyrarvatn sem er vinsælt til útiveru og frábært á fallegum dögum hvort sem er að sumri eða vetri. Þá er Helgafell einkar nærri og það er eitt af þeim fjöllum á höfuðborgarsvæðinu sem gengið er hvað mest á. Enda frábært útsýni í allar áttir af toppi Helgafells.